Frekar en að við þurfum að fylgjast með og elta þjónustu til Kópavogsbæjar, sendið okkur þær þjónustur sem eru í boði sem við getum notfært okkur sem eiga við um okkur. Ef það er afsláttur í boði látið okkur vita, ekki bara setja það í þjónustugáttina á einhverja handahófskennda síðu sem fáir munu finna. Eða enn betra gerið það sjálfvirkt. Kópavogur ætti að vera með tölvupóstinn hjá flestum íbúum í gegnum þjónustugáttina og að láta hvern íbúa vita árlega hvaða þjónusta stendur þeim í boði, ætti ekki að vera of stórt verkefni, og hægt að sjálfvirkja það að miklu. Einnig hægt að velja að fá fréttir sendar um mismunandi málefni, frekar en að vona að þær upplýsingar berist til íbúa í gegnum samfélagsmiðla, vefsíðuna eða þjónustugáttina. Snúa hugmyndafræðinni/hugsunarhættinum við, frekar en að íbúar leiti til Kópavogsbæjar að Kópavogsbær leiti til hvers íbúa og spyrji til dæmis "Hvernig er að búa í Kópavogi? Er eitthvað sem þig langar persónulega að bæta á þínu heimili eða þínu svæði? Er eitthvað sem við getum aðstoðað með?" Það er mjög erfitt að sækja um þjónustu sem maður veit ekki af og erfitt að spyrja spurninga um hluti sem maður veit ekki að séu til. Gerið okkur lífið einfaldara 😉
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation